Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Bréf frá menntamálaráðherra varðandi bólusetningar gegn Covid-19

Glerárskóla hefur borist bréf frá menntamálaráðherra varðandi bólusetningar gegn Covid-19. Þar segir:

Bólusetning gegn Covid-19 gengur vel og stefnt er að því að ljúka fyrri bólusetningu
áhættuhópa á næstu dögum. Í framhaldinu hefst bólusetning starfsfólks í leik-, grunn- og framhaldsskólum, vonandi strax í næstu viku.

Mikilvægt er að starfsfólk skólanna mæti til bólusetningar á boðuðum tíma, svo
framkvæmdin gangi hratt og vel. Skipulagið tekur mið af aðstæðum, tegund bólaefnis í
notkun á hverjum tíma og fleiri þáttum, en ekki þörfum vinnuveitenda eða einstaklinga.

Skólastarf gæti því raskast í einhverjum tilvikum, en með góðri samvinnu allra lykilaðila má
lágmarka óþægindin af þessum langþráða áfanga. Ég hvet skólastjórnendur, kennara og
annað starfsfólk skólanna, nemendur og fjölskyldur þeirra til að sýna þolinmæði og viðeigandi skilning svo þetta mikilvæga samfélagsverkefni gangi vel fyrir sig.

Bréfið má sjá hér.