Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Skólastarfið undirbúið – Skólasetning 24. ágúst

Starfsmenn Glerárskóla voru boðnir velkomnir til vinnu í morgun en nú eru allir mættir eftir sumarleyfi og lagstir á eitt við að undirbúa skólastarf vetrarins. Skólinn verður settur mánudaginn 24. ágúst 2020 í íþróttasal skólans.

Vegna aðstæðna í samfélaginu er forráðamönnum ekki boðið á setninguna að þessu sinni.

Skólasetningin sem verður sem hér segir:

2. . . . → Lesa..

Njótum sumarsins og mætum hress og kát í haust

Það er verið að fást við ýmislegt í Glerárskóla um þessar mundir þótt nemendur séu komnir í sumarfrí.

Iðnaðarmenn eru á fullu við vinnu við d-álmu skólans og sú vinnan gengur vel og við vonum til þess að hún verði sem lengst komin þegar skólinn opnar fyrir nemendum sínum þann 24. ágúst næstkomandi.

Brautskráning nemenda

Það var hátíðleg en um leið skemmtilegt stund þegar nemendur úr 10 bekk voru brautskráðir frá Glerárskóla í dag. Athöfnin fór fram í Glerárkirkju að viðstöddum aðstandendum nemenda og starfsfólki skólans.

Við athöfnina fór Eyrún Halla Skúladóttir skólastjóri meðal annars yfir skólaárið sem sannarlega má segja að hafi verið óvenjulegt fyrir margra hluta sakir þar . . . → Lesa..

Skólaslitadagur

Fyrir hádegi í dag, föstudaginn 5. júní, hefur Eyrún skólastjóri slitið Glerárskóla þrisvar sinnum og hún er ekki hætt, því fjórðu skólaslitin verða . . . → Lesa..

Ís, lausnaleit og fleira skemmtilegt

Nemendur höfðu í nægu að snúast í dag, síðasta kennsludag skólaársins. Yngstu nemendurnir lögðu undir sig íþróttahúsið og breyttust í Tarzan, sveifluðu sér köðlum, stukku hlupu og skríktu af gleði. Það sást til fjórða bekkjar á leikfelli niður í Innbæ og sleikjandi Brynjuís þótt veðrið væri ekki dæmigert ísverður. Fimmti bekkur var með innidag . . . → Lesa..

Fyrirmyndarfólk

Fræðsluráð Akureyrar veitti viðurkenningar sínar í gær og tveir úr Glerárskóla voru í hópi þeirra sem heiðurinn hlutu, þau Viktor Bjarnason, nemandi í 10. . . . → Lesa..

Útidagur, leikir og pylsur

Það er nákvæmlega ekkert skemmtilegra en leika sér úti þegar sólin skín og borða síðan nýgrillaða pylsu með tómatsósu, sinnepi og hvaðeina.

Í dag var leikjadagur. Nemendur á yngsta stigi fóru í Kvenfélagslundinn góða og þar settu kennarar upp margvíslegar leikjastöðvar sem reyndu pínulítið á bæði kraft, þrótt, útsjónarsemi og samvinnu.

Miðstigið lék sér í . . . → Lesa..

Það er gott að eiga góða að!

Foreldrafélag Glerárskóla kom á dögunum með hlaðborð af gjöfum til nemenda, allt góða hluti sem koma að notum við leik og störf. . . . → Lesa..

Löng helgi og skipulagsdagur

Hvítasunnuhelgin er framundan, ein af þessum löngu og góðu helgum. Það er frí á mánudaginn og á þriðjudaginn er skipulagsdagur í skólanum þannig að nemendur mæta ekki fyrr á miðvikudaginn og þá samkvæmt stundaskrá.

Góða helgi.

Hátíðarkvöldverður og útivist

Það hefur heldur betur verið gaman hjá okkur undanfarið. Tíundi bekkur snæddi saman hátíðarkvöldverð í sínu fínasta í gærkvöldi með umsjónarkennurunum sínum. Þar luku krakkarnir skólagöngunni á sinn hátt, þótt það sé vissulega mætingaskylda hjá þeim eftir helgina.

Í dag skellti sjötti bekkur sér út að leika í góðaveðrinu og grillaði pylsur. Áttundi bekkur skellti . . . → Lesa..