Glerárskóli tók þátt í átakinu „Göngum í skólann“ sem stóð frá 20. september til 1. október. Nemendur og starfsfólk skólans var þá hvatt til að ganga í skólann eða ferðast í skólann á vistvænan hátt t.d. á hjóli.
Verðlaun fyrir voru á dögunum afhent krökkunum í 7. bekk Súlum sem voru lang duglegastir í að ganga eða hjóla í skólann. Í öðru sæti voru nemendur í 10. KJ og því þriðja nemendur í 6.JIE.
Á myndinni má sjá nemendur í 7. Bekk súlum ásamt umsjónarkennara sínum Örnu Heiðmar Guðmundsdóttur.