Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Slytherin vann!

Afar vel heppnuðum þemadögum er lokið. Nemendum skólans var skipt niður í fjórar „heimavistir“ sem báru sömu nöfn og vistirnar í Hogwarts, skóla galdra og seiða.
Í tvo daga unnu nemendur að margvíslegum verkefnum og unnu sér um leið inn stig fyrir vistina sína. Reyndi þar bæði á færni, sköpunargleði en ekki síst samvinnu nemenda.
Úrslit voru kynnt á magnaðri lokahátíð eftir hádegi í dag og fagnaðarlætin hjá „íbúum“ Slytherin voru ósvikin þegar niðurstaðan lá fyrir og Eyrún skólastjóri afhenti vistarstjóra Slytherin, Sigrúnu Karen Yeo, verðlaunagripin eftirsótta.
Fleiri myndir frá þemadögunum birtast hér eftir helgina.