Andi hrekkjavökunnar svífur yfir Glerárskóla þessa vikuna. Ein skólastofan hefur verið útbúin sem sannkölluð hryllingsstofa og þangað er öllum bekkjum skólans boðið í hryllingsheimsókn þar sem nemendurnir leysa ógnvekjandi þrautir. Bókasafnið er sannkallað hryllingssafn og þar eru lesnar hræðilegar sögur sem fá lítil hjörtu til að slá hraðar.
Hér með sjá myndband sem sýnir hryllinginn. Hlustið með hljóði ef þið þorið!