Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Skóli galdra og seiða

Í dag breyttist Glerárskóli smám saman í skóla galdra og seiða. Um gangana flugu uglur með póst til nemenda rétt eins og í Hogwarts, skólanum sem Harry Potter og félagar hans sóttu í sögunum um galdrastrákinn.

Umbreyting Glerárskóla er vegna þemadaga þar sem unnið er með sögurnar um Harry Potter og fengust nemendur skólans við ansi óvenjulegt nám í dag, þar sem galdrar, slím og fleira kom við sögu. Í íþróttahúsinu var keppt í Quidditch og gott ef einhverjir tókust ekki á loft.

Nemendum skólans var skipt upp í fjórar heimavistir sem bera nöfn sem eru kunnugleg þeim sem lesið hafa bækurnar. Í dag og á morgun keppast nemendur við að safna stigum fyrir heimavistirnar sínar og úrslitin verða kynnt þegar kennslu lýkur á morgun.

Karen og Sveinn Leó, umsjónarkennarar í 10. bekk, skipulögðu þemadagana og nemendur þeirra eru þeim til aðstoðar á þemadögunum.

Hér og hér má sjá fréttabréf sem nemendur úr tíunda bekk unnu í dag.