Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Skólasetning verður mánudaginn 22. ágúst

Glerárskóli verður settur mánudaginn 22. ágúst í íþróttasal skólans. 2. – 4. bekkur mæta til setningarinnar klukkan 9:00. Klukkustund síðar eða klukkan 10:00 verður setning fyrir 5. – 7. bekk og 8. – 10. bekkur mæta til skólasetningar klukkan 11:00. Að setningu lokinni fara nemendur með umsjónarkennurum í stofur og fá upplýsingar um skólastarfið. Nemendur . . . → Lesa..

Breytingar hjá unglingastiginu – námið að mestu í Rósinborg vegna framkvæmda

Eins og fram kemur í fréttabréfi til foreldra og forráðamanna nemenda Glerárskóla, sem sjá . . . → Lesa..

Allir mættir til starfa

Flest starfsfólk Glerárskóla er komið til vinnu eftir sumarleyfi. Verkefni næstu daga eru ærin. . . . → Lesa..

Starfsfólk Glerárskóla óskar nemendum, forráðamönnum þeirra og öllum velunnurum skólans gleðilegs sumars.

Við hittumst öll hress og endurnærð á fyrsta skóladegi næsta skólaárs sem er mánudagurinn 22. ágúst næstkomandi.

Skólaslit

Glerárskóla var slitið í 113 skiptið við hátíðlegar athafnir í gær, fimmtudag. Já, athafnirnar . . . → Lesa..

Skólaslit 1.-7. bekkja Glerárskóla

Í morgun voru skólaslit hjá 1.-7. bekkjum Glerárskóla haldin í íþróttasal skólans. Nemendur hlýddu á ræðu skólastjóra, Eyrúnar Skúladóttur, og síðan fengu Vinaverðir viðurkenningar fyrir vel unnin störf í vetur. Í lokin sungu nemendur skólasönginn af hjartans list og hurfu síðan út í sumarið. Á myndunum má sjá Vinaverði á yngsta og miðstigi.

. . . → Lesa..

Fimmtudaginn 2. júní 2022 verða skólaslit í Glerárskóla.

Nemendur í 1. – 7. bekk mæta í stofur, þaðan er gengið í röð í íþróttasal þar sem formleg slit fara fram. Að þeim loknum fara nemendur aftur í röð í stofur þar sem umsjónarkennarar kveðja. Frístund verður opin milli 8:00 – 9:00 en eftir skólaslitin er komið sumarfrí hjá nemendum.

Skólaslit 8. . . . → Lesa..

Íþróttamót miðstigs

Íþróttamót miðstigs fór fram á dögunum og þar var tekist á í hinum ýmsu greinum frjálsra íþrótta. Gleði og keppnisandi ríkti á leikunum og fór verðlaunaafhending fram í Kjarnaskógi í gær. Það voru margir sigursælir og í gríðarlega spennandi boðhlaupinu unnu nemendur í 7. bekk Súlur, bæði í drengja og stúlkna flokki. Hér má sjá . . . → Lesa..

Glerárskóli á iði

Mikið líf og fjör var í Glerárskóla í morgun í veðurblíðunni. Hjá unglingastigi voru hinir árvissu Glerárleikar haldnir við skólann og í íþróttahúsi, sem enduðu síðan með uppgjöri og verðlaunaafhendingu. Miðstigið hjólaði út í Kjarnaskóg í leiki og útivist sem endaði með grilli. Yngsta stigið fór á Þórsvöllinn í leiki og keppni.

. . . → Lesa..

Hugur, hönd og heilbrigði

Sköpun fléttast saman við og styður allar námsgreinar. Það er ekki verra ef margir . . . → Lesa..