Það var heldur betur gestkvæmt í Glerárskóla í dag. Hingað kom hópur hollenskra kennara sem eru í masternámi við í Hanze háskóla í Groningen. Kennararnir óskuðu eftir því að fá að kynnast starfinu í Glerárskóla. Eftir kynningarfund með Eyrúnu skólastjóra vörðu kennararnir morgninum í kennslustundum í 1., 2., 3., 6. og 7. bekk. Krökkunum þótti dálítið merkilegt að fá útlendinga í heimsókn.
Það er alltaf gaman að taka á móti góðum gestum.