Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Fegurð himinsins

Nemendur Glerárskóla horfðu margir hverjir dolfallnir til himins í löngu frímínútunum í dag og ekki að undra, á suðurhimninum lúrðu gullfalleg glitský. Dásemdin kallaði fram fjölmargar spurningar um glitskýin. Af hverju eru þau svona á litinn? Hvernig verða þau til? Er ljós í þeim?

Glitský eru ekki algengt en þetta fallega fyrirbæri myndast í heiðhvolfinu, oft í 15 til 30 km hæð,  þegar hitinn þar fer niður í 70 til 90 gráðu frost.

Glitský sjást helst um miðjan vetur, um sólarlag eða við sólaruppkomu. Þau eru mjög litrík og glóa á himninum því þau eru böðuð sólskini, þótt rökkvað sé eða jafnvel aldimmt við jörð. Litbrigði glitskýja minna á þá liti sem sjá má innan á sumum skeljum og eru þau af þeim sökum einnig nefnd perlumóðurský og eru reyndar kennd við perlumóðu á mörgum erlendum tungumálum.

Glitský myndast úr ískristöllum eða úr samböndum ískristalla og saltpétursýru-hýdrötum, segir í fróðleiksmola á Veðurstofu Íslands um þetta fyrirbæri. Það er ef til vill ágætt að glitský séu sjalgæf því þau geta valdið ósoneyðingu en yfirborð ískristallanna geta virkað sem hvati í efnaferli þar sem klór í heiðhvolfinu breytist í skaðleg ósóneyðandi efni en ósonlagið gegnir mjög mikilvægu hlutverki fyrir lífríki jarðarinnar. Ósonsameindirnar gleypa nefnilega í sig skaðlega útfjólubláa geislun frá sólu.