Á morgun, föstudaginn 20. janúar, sem einnig er bóndadagur, efnir Nemendafélag Glerárskóla til hattadags. Þá eru allir, nemendur jafnt sem starfsfólk, hvattir til þess að lífga upp á tilveruna og mæta í skólann með höfuðfat að eigin vali.
Hattar gera tilveruna sannarlega skemmtilegri.