10. bekkur fékk kynningu á verkefni „Aðgengi að lífinu“ í morgun, miðvikudaginn 4. nóv.
Verkefnið er til að vekja athygli á aðgengismálum á Íslandi og er styrkt af Velferðarráðuneytinu.
|
||
Íþróttafélagið Akur vill vekja athygli grunnskólabarna á borðtennis. Borðtennis er fyrir alla aldurshópa og er mjög skemmtileg íþrótt. Af því tilefni komu tveir fulltrúar frá Akri í heimsókn í október, þau Sigurrós Ósk Karlsdóttir og Kolbeinn J. Pétursson, og gáfu nemendum Glerárskóla tvo borðtennisspaða að gjöf.
Nú er að koma að haustfríi kennara og nemenda en það er dagana 23. og 26. október. Í framhaldi af því verður skipulagsdagur þriðjudaginn 27. október og þá er frí hjá nemendum, Frístund er líka lokuð þennan dag. Miðvikudaginn 28. október er viðtalsdagur kennara, forráðamanna og nemenda í 1.-10. bekk. Nemendur 10.bekkjar verða með kökuhlaðborð . . . → Lesa.. Glerárskóli sótti síðasliðið vor um að vera þátttakandi í Erasmus+ verkefni ásamt 6 öðrum löndum. Erasmus+ er verkefni á vegum Evrópusambandsins og var áður kallað Comeniusarverkefni. Svo skemmtilega vildi til að styrkumsóknin var samþykkt og erum við því að fara af stað með verkefni til tveggja ára sem nefnist: ,,United We Play, United We Win: . . . → Lesa.. Fótboltamót grunnskóla Akureyrar fór fram 30.september, í Boganum. Nemendur 8.-10.bekkjar kepptu innbyrðis og spilaðir voru 63 leikir á rétt rúmum fjórum klukkutímum. . . . → Lesa.. 8. bekkur hefur verið að vinna í námslotu um náttúruna og umhverfið núna í haust. Meðal annars voru skoðaðar þjóðsögur sem tengjast efninu og var áherslan lögð á tröllasögur. Nemendur lásu tröllasögur og gerðu svo stuttmynd upp úr henni og notuðu til þess app í símum eða spjaldtölvum sem kallast Stop Motion. Útkoman var virkilega . . . → Lesa.. Föstudaginn 2. október er skipulagsdagur í skólanum og því frí hjá nemendum. Minnum einnig á að Frístund er lokuð. Kennarar munu sækja haustþing BKNE sem haldið er 2. október. Hérna eru nokkrar myndir sem teknar voru í ferð 7. bekkjar á Skólabúðirnar að Reykjum 7.-11. september. 7. bekkur á Reykjum |
||
© 2025 Glerárskóli
Glerárskóli v/ Höfðahlíð, 603 Akureyri Frístund s.461-1253, senda póst
Skólastjóri: Eyrún Skúladóttir, senda póst
|