Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Lausnastaður nemenda

Í skólanum okkar eru komnir lausnastaðir sem krakkarnir í skólanum í umsjá Ingu Huldar og Ingibjargar Kristínar hafa komið upp.

Lausnastaðurinn er eitt af verkfærum Jákvæðs aga og mun koma nemendum og starfsfólki Glerárskóla vel.
Við lítum á mistök sem tækifæri til að læra og þegar nemendur gera mistök viljum við kenna þeim að taka ábyrgð og vinna í málunum. Þegar leysa þarf mál sem upp hafa komið er hægt að bjóða þeim sem að málinu koma á lausnastaðinn. Þangað fer þó enginn nema að fá til þess leyfi, þeir séu í jafnvægi og tilbúnir til þess að takast á við það sem upp kom.
Á lausnstaðnum eru hin ýmsu verkfæri s.s. lausnahjól, hugmyndir að lausnaleit, þrjú skref fyrirgefningar og VAL (viðurkenna – afsökunarbeiðni – lausn). Þessi verkfæri hjálpa til við ferlið þannig að lausnleitin verði markviss og skili árangri.

Fulltrúar allra bekkja skólans komu saman í þrjú skipti og unnu að lausnastaðnum og gekk sú vinna frábærlega. Þegar þeirri vinnu var lokið var lausnastaðurinn kynntur öllum nemendum skólans.

DSCN7372 DSCN7376

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fleiri myndir eru á myndasíðu skólans.