Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Úttekt grænfánaverkefnisins

Caitlin Wilson sem starfar að sérverkefnum innan Skóla á grænni grein kom í heimsókn miðvikudaginn 11. maí til að taka út vinnu skólans við grænfánaverkefnið.

DSCN7420

Þessir flottu krakkar úr umhverfisnefnd voru óþreytandi við að segja Caitlin frá öllu því sem gert er í Glerárskóla. Hún var fljót að sjá tengsl milli agastefnunnar okkar og grænfánaverkefnisins þar sem lausnaleit og lýðræði eru mikilvægir þættir.

DSCN7425

Frístund fékk stórt prik fyrir að nýta hlutina sem verða afgangs í margvíslega vinnu. Hlutir sem eru unnir úr alls kyns efni sem til fellur verða svo fjölbreyttir og skemmtilegir auk þess sem ímynduraflið og sköpunargleðin fær byr undir báða vængi.

DSCN7432

Stoltir krakkar að segja Catalin frá því sem gert er í Kvenfélagsgarðinum.