Facebook síða Glerárskóla
|
Skrifað 19. 12 2017 Eins og sést var mikið um að vera í morgun. Hjá miðstiginu var hið árlega Halldórsmót í sundi þar sem bekkirnir á miðstigi keppa sín á milli. Mótið var gríðarlega spennandi og mikil stemming. Hvatningsliðin studdu vel við bakið á sínum bekkjarfélögum og að lokum voru það krakkarnir í 5-SLB sem stóðu uppi sem sigurvegarar.
. . . → Lesa..
Skrifað 19. 12 2017 Í morgun, á síðsta degi hefðbundins skólastarfs, var uppbrot hjá unglingunum og þeir spiluðu félagsvist á mörgum borðum. Líf og fjör og þau sem báru sigur úr býtum voru þau Marta Bríet Aðalsteinsdóttir og Alexander Elí Sigvaldason.
. . . → Lesa..
Skrifað 19. 12 2017 Börnin í fyrsta bekk hafa ekki setið auðum höndum í nóvember og desember. Sem dæmi er; göngutúr í Glerárkirkju, til að heyra hvers vegna við kveikjum á kertum á aðventunni; strætógöngutúr í Hof til að syngja með öllum hinum krökkunum lögin um Akureyri; önnur ferð í Hof til að hlusta á sönghópinn Norðurljósin (ljósin í . . . → Lesa..
Skrifað 12. 12 2017 Gjaldkeri Foreldrafélags Glerárskóla kom færandi hendi í dag, sama dag og fyrsti jólasveinninn, með peningagjöf til safnsins sem . . . → Lesa..
Skrifað 12. 12 2017 Yngsta stigið heldur í gamlar hefðir og sker út laufabrauð. Þar fá listrænir hæfileikar að njóta sín og síðan voru kökurnar steiktar í matreiðslustofunni.
. . . → Lesa..
Skrifað 01. 12 2017 10. bekkingum bæjarins var boðið á þjóðfund í dag þann 1. des í Háskólanum á Akureyri. Þar voru jafnréttismál til umfjöllunar. Krakkarnir tóku þátt í vinnu í hópum þar sem þau ræddu saman um jafnréttismál í sinni víðustu mynd. Þegar fundinum var lokið voru 17. nemendur valdir til að hringja Íslandsklukkunni 17. sinnum. Hópur nemenda . . . → Lesa..
Skrifað 28. 11 2017 Siðastliðinn laugardag var jólaföndur á vegum foreldrafélags skólans og bekkjaráðanna. Góð mæting og mikið föndrað og þökkum þeim aðstandendum sem mættu og drifu föndrið áfram með mikilli gleði og ánægju eins og sjá má á myndunum. Fleiri myndir á Facebook-síðu Glerárskóla
. . . → Lesa..
Skrifað 27. 11 2017 Í dag fór fram hin árlega hæfileika og söngskemmtunin Glerárvision. Þar sýndu á sviði nemendur úr 7.-10. bekk auk þess sem aðrir nemendur skemmtu inn á milli. Að þessu sinni voru það nemendur úr 8 – SM sem sigruðu keppnina og óskum við þeim til hamingju.
Skrifað 23. 11 2017 Akureyrarbær, í samstarfi við tónlistarskólann, bauð nemendum í 1.-7. bekk í söngskemmtun í Hofi nú í vikunni. Þar stjórnaði Friðrik Dór samsöng ásamt því að syngja og skemmta sjálfur. Nemendur hafa verið að æfa þessi lög í vetur undir stjórn Ívars Helgasonar og var þetta liður í því verkefni. Góð skemmtun og mikið fjör.
. . . → Lesa..
|
|