Í morgun komu konur úr Félagi fagkvenna í heimsókn í skólann til að kynna hinar ýmsu iðngreinar fyrir nemendur í 1.-4.bekk undir kjörorðunum „allir geta orðið það sem þeir vilja“. Fengu krakkarnir að prófa hin ýmsu verkfæri og spreyta sig á þeim. Með í för voru stjórnendur sjónvarpsþáttarins Landans og verður búið til fimm mínútna innlegg með myndum og viðtölum við nemendur sem síðan verður sýnt í Landanum.