Facebook síða Glerárskóla
|
Skrifað 16. 09 2020 Í tilefni dagsins var sitthvað gert í Glerárskóla, bæði úti og í skólastofum. Hluti nemenda safnaði plöntum og greindi, aðrir skrifuðu sögu þar sem við sögu komu hlutir sem nemendurnir söfnuðu úti í náttúrunni.
Á skólalóðinni voru heimsins bestu lummur steiktar við snarpheit kol og blússandi prímus. Þær þóttu ljúffengar með ögn af sykri. Það . . . → Lesa..
Skrifað 15. 09 2020 Hvergi er betra að læra um lífríki ferskvatna en með rannsóknum í ferskvatni, það gefur auga leið. Einmitt þess vegna fór sjöundi bekkur Glerárskóla að . . . → Lesa..
Skrifað 09. 09 2020 Nemendur Glerárskóla reimuðu á sig hlaupaskóna í morgun. Reyndar þurfti að hjálpa sumum þeim yngstu með slaufuna, eins og gengur og gerist. En allir komust að ráslínunni og þustu síðan af stað þegar íþróttakennararnir gáfu þeim merki. Nemendur skólans tóku nefnilega þátt í Ólympíuhlaupi ÍSÍ í morgun og hlupu hátt í þriggja kílómetra langan hring.
. . . → Lesa..
Skrifað 09. 09 2020 Nú gefst nemendum á unglingastigi í Glerárskóla kostur á að leigja sér geymsluskápa í skólunum undir sitt hafurtask. Skáparnir eru í álmunum tveimur sem . . . → Lesa..
Skrifað 08. 09 2020 Í dag er alþjóðlegur dagur læsis og að auki Bókasafnsdagurinn. Reyndar eru allir dagar í Glerárskóla lestrar- og bókasafnsdagar því við leggjum mikla áherslu á vinskap barna og bóka, yndislestur, grufl og grúsk, því bókin er sönn uppspretta ævintýra og ótæmandi fróðleiksbrunnur.
Skrifað 03. 09 2020 Veðrið lék sannarlega við nemendur og starfsfólk Glerárskóla á útivistardeginum, síðastliðin þriðjudag. Verkefni dagsins voru sniðin að aldri og getu nemenda. Þeir elstu gengu á Súlur. Nemendur á miðstigi gegnu frá Fálkafelli, yfir í Gamla og niður í Kjarnaskóg. Nemendur á yngsta sigi fóru í styttri ferðir, léku sér og leystu margvíslegar þrautir.
Hér . . . → Lesa..
Skrifað 31. 08 2020 Miðvikudaginn 2. september 2020 lýkur skóla hjá nemendum í 5. til 10. bekk kl. 13:00. Þá setjast kennarar á skólabekk en Glerárskóli tekur á næstu tveimur árum þátt í verkefninu Læsi fyrir lífið.
Verkefnið hjálpar okkur að efla nemendur til náms með lestri og víðsýni í öllum námsgreinum sem er afskaplega mikilvægt í samfélaginu okkar . . . → Lesa..
Skrifað 31. 08 2020 Það stefnir í góðan útivistardag hjá okkur í Glerárskóla á morgun, þriðjudaginn 1. september. Skipulag útivistardagsins miðast við skemmtilega hreyfingu og áskorun sem allir . . . → Lesa..
Skrifað 28. 08 2020 Það var fjör eftir kennslu í dag, þegar allir lögðust á eitt við að flytja inn í endurnýjaða d-álmu og fylla hana af nýjum húsgögnum. Kennsla hefst á mánudagsmorguninn í þessum glæsilegu og tæknivæddu kennslustofum.
Skrifað 27. 08 2020 Ný D-álma skólans verður tekin í notkun í næstu viku, mánudaginn 31. ágúst 2020. Með nýrri álmu tekur gildi nýtt skipulag fyrir . . . → Lesa..
|
|