Vegna aðstæðna í samfélaginu hefur Skólaráð Glerárskóla samþykkt breytingu á skóladagatali skólans fyrir vorönn 2021.
Mánudagurinn 4. janúar 2021 verður skipulagsdagur í Glerárskóla, þannig að nemendur verða í lengdu jólafríi. Frístund verður einnig lokuð þann dag. Í staðinn fellur út skipulagsdagur sem vera átti miðvikudaginn 12. maí 2021 og verður hann venjubundinn kennsludagur.
Skóli hefst því aftur að loknu jólafríi þriðjudaginn 5. janúar 2021 samkvæmt stundaskrá.