Foreldri við Glerárskóla kom færandi hendi um daginn og gaf skólanum þurrkað timbur, þar á meðal var birki, lerki og reyniviður.
Timbrið verður notað í smíðastofunni til renna muni úr eða hvert sem hugurinn leiðir nemendur til að gera.
|
||
Kæru foreldrar barna á unglingastigi Samtaka er búið að fá Akureyringinn Sigga Gunnars, Útvarpsmann á K-100, til að koma og vera með fyrirlestur fyrir 8. – 10. bekk í öllum grunnskólunum á Akureyri dagana 17. og 18. maí næstkomandi. Í tilefni þess höfum við ákveðið í samstarfi við Sigga Gunnars að bjóða einnig foreldrum upp . . . → Lesa.. Í skólanum okkar eru komnir lausnastaðir sem krakkarnir í skólanum í umsjá Ingu Huldar og Ingibjargar Kristínar hafa komið upp. Lausnastaðurinn er eitt af verkfærum Jákvæðs aga og mun koma nemendum og starfsfólki Glerárskóla vel. Við lítum á mistök sem tækifæri til að læra og þegar nemendur gera mistök viljum við kenna þeim að taka . . . → Lesa.. Föstudaginn 29. apríl fór 3. bekkur í gönguferð á Amtsbókasafnið í góða veðrinu. Við fengum að sjá allt bókasafnið, gamlar bækur, stórar geymslur og góða fræðslu um starfsemi bókasafnsins. Ferðin var bæði skemmtileg og fræðandi.
Fleiri myndir eru á myndasíðu skólans. Núna þessa vikuna eru 4 nemendur og 3 starfsmenn í Litháen, Katyciai í tengslum við Erasmus + verkefnið okkar. Hægt er að fylgjast með ferðalöngunum á fésbókarsíðu skólans. Verkefnið er einnig með hópsíðu á fésbókinni, þar sem hægt er að fylgjast með verkefninu.
Árlega tilnefna börn á aldrinum sex til fimmtán ára bestu barnabækur ársins. Tilnefningarnar fara fram í grunnskólum og bókasöfnum um allt land. Nemendur Glerárskóla hafa alltaf verið duglegir að taka þátt og tilnefna þær bækur sem þeir telja eiga skilið að hljóta viðurkenningu. Veitt eru þátttökuverðlaun í hverjum skóla sem Barnabókavörður Amtsbókasafnsins hefur umsjón með. . . . → Lesa.. |
||
© 2025 Glerárskóli
Glerárskóli v/ Höfðahlíð, 603 Akureyri Frístund s.461-1253, senda póst
Skólastjóri: Eyrún Skúladóttir, senda póst
|