Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Útivistarferð í Hlíðarfjall

Mánudaginn 20. mars er fyrirhuguð útivistarferð í Hlíðarfjall.

Sumir fara á bretti, aðrir á svigskíði, enn aðrir á gönguskíði og svo mega nemendur taka með sér snjóþotur og sleða. Gönguferð verður í boði fyrir þá sem það kjósa.

Þeir sem ekki eiga búnað geta fengið hann lánaðan í Hlíðarfjalli. Ekki verður hægt að lána búnað til nemenda í 1.-3. bekk.

Þar sem töluverð ásókn hefur verið í að fá lánaðan búnað hvetjum við þá nemendur sem eiga skíði eða bretti að koma með sinn búnað. Foreldrar minntir á að fylla út miða vegna leigunnar og koma til umsjónarkennara.