Facebook síða Glerárskóla
|
Skrifað 26. 02 2018 Föstudaginn 23. febrúar var hin árlega starfamessa haldin. Að þessu sinni í Háskólanum á Akureyri. Þar kynntu hin ýmsu fyrirtæki og stofnanir starfsemi sína fyrir nemendum í 9. og 10. bekkjum. Margt áhugavert og skemmtilegt.
. . . → Lesa..
Skrifað 21. 02 2018 Frá kl. 9:oo – 11:0o verður opið hús í Glerárskóla fyrir foreldra barna sem hefja grunnskólanám 2018. Vonumst til að sjá sem flesta.
Skrifað 13. 02 2018 Vetrarfrí er í Glerárskóla og öðrum grunnskólum Akureyrar dagana 14.-16. febrúar og er ekkert skólahald þá daga. Frístund er lokuð á morgun, öskudag, og ekkert um að vera í Frístund fimmtudag 15. feb. og föstudag 16. feb. Skóli hefst að nýju mánudaginn 19. febrúar samkvæmt stundaskrá.
Skrifað 13. 02 2018 Í morgun tóku starfsfólk og nemendur skólans forskot á öskudaginn og mættu í búningum í skólann. Mátti sjá margs konar brosandi verur á sveimi um ganga og stofur skólans, og lífgaði það upp á litróf dagsins.
. . . → Lesa..
Skrifað 02. 02 2018 Í morgun var smiðjudagur í skólanum og var hann tileinkaður Degi stærðfræðinnar. Í gangi voru smiðjur út um allan skóla sem tengdust stærðfræði á einhvern hátt. Mikil hugarleikfimi og kraftur í gangi.
. . . → Lesa..
Skrifað 19. 01 2018 Skautafélagið bauð 1.-3. bekkjum í heimsókn í skautahöllina í morgun föstudag og einnig síðasta föstudag. Vel tekið á móti börnunum og allir fengu skauta og gerðar margar skemmtilegar æfingar og leikir. Að lokum sýndi Íslandsmeistarinn í listhlaupi listir sínar á svellinu. Við þökkum fyrir okkur.
. . . → Lesa..
Skrifað 11. 01 2018 Dagana 15. – 17. janúar eru skipulags og viðtalsdagar í skólanum. Mánudaginn 15. janúar er skipulagsdagur í Glerárskóla. Þá er frí hjá nemendum en Frístund er opin. Þriðjudaginn 16. janúar og miðvikudaginn 17. janúar eru viðtalsdagar. Nemendur koma í viðtöl ásamt forráðamönnum. Frístund er opin frá kl. 8:00 fyrir þau börn sem þar eru skráð.
. . . → Lesa..
Skrifað 08. 01 2018 Ágætu nemendur og forráðamenn og tökum vel á móti nýju ári.
Skrifað 21. 12 2017 Kæru nemendur og forráðamenn, óskum ykkur gleðilegra jóla.
Skóli hefst að nýju fimmtudaginn 4. janúar 2018, samkvæmt stundaskrá.

Skrifað 21. 12 2017 Litlu jólin voru haldin hátíðleg í skólanum 19. og 20. desember. Þau voru hefðbundin að venju, jólasögur, leikir og dansað í kringum jólatré og jólalögin sungin. Sannkölluð hátíðarstund.
. . . → Lesa..
|
|