Á árshátíð Glerárskóla, 9. og 10. apríl, verður fatamarkaður í anda Grænfánaskóla. Þau sem vilja geta komið með fatnað sem fer á skiptimarkað sem öllum er frjálst að nýta. Nemendur geta komið með fatnaðinn í skólann fram til 8. apríl komandi.
Óskað er eftir fatnaði fyrir 6-16 ára, hreinum og heillegum.
Markaðurinn verður opinn á meðan á árshátíðinni stendur og að henni lokinni munu nemendur úr umhverfisnefnd skólans komi því sem eftir verður til Norðurhjálpar. Markmið þessa verkefnis er að skólinn leggi sitt af mörkum til endurnýtingar á vefnaðarvöru, enda er sá iðnaður mjög orkufrekur og kostnaðarsamur.