Krakkarnir í þriðja bekk hlustuðu opinmynnt og af mikilli athygli á slökkviliðsmennina sem komu í heimsókn til þeirra í dag.
Eftir heimsóknina vita þau allt það helsta um brunavarnir, þekkja neyðarnúmerið 112 og kunna betur en áður að umgangast lifandi kertaljós, ljósaseríur og annað sem eldhætta getur stafað að.
Hámark heimsóknarinnar var þegar þeim var boðið að skoða bílinn sem gestirnir komu á, enda fátt flottara en fagurrauður brunabíll.




























