Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Undur náttúrunnar

Glitskýin hafa glatt okkur síðustu daga. Fegurð þeirra var sérlega heillandi á fimmtudagsmorguninn og nemendur skólans horfðu margir hverjir agndofa til himins.

Glitskýin gáfu tilefni til margvíslegra samræðna í kennslustofunum og nú vita margir nemendur skólans að Glitský myndast í mikilli hæð í heiðhvolfinu, gjarnan í um 15 – 30 km hæð. Þau sjást helst um miðjan vetur, um sólarlag eða sólaruppkomu. Litadýrð þeirra er mjög greinileg því sólin skín á þau áður en hún rís og eftir að hún sest. Skýin eru því böðuð sólskini, þótt rökkvað sé eða jafnvel aldimmt við jörð.
Margir nemendur skólans vita líka að það þarf að vera óvenjulega kalt í heiðhvolfinu til þess að glitský nái að myndast eða 70° til 90°c frost.

Litafegurðin verður til þegar sólin varpar geislum sínum á frosna ískristalla í háloftunum, ekki ósvipað því þegar sólargeislarnir skína á regndropa og regnbogi verður til.

Mikael Þór Jónatansson nemandi í sjötta bekk fór út með iPad og tók meðfylgjandi mynd af fegurðinni.

Hvað kosta ég?

Glerárskóli er handhafi Grænfánaskóli og leggur mikla áherslu á umhverfismál í víðasta skilningi.

Nemendur vinna reglulega margvísleg og afar áhugaverð . . . → Lesa..

Kennsla hafin á nýju ári

Skólinn hófst í dag, á þrettándanum, síðasta degi jóla. Nemendum fannst gaman að hittast . . . → Lesa..

Gleðilegt ár

Þá er starfið hafið i Glerárskóla á því herrans ári 2025 með nýjum verkefnum og áskornunum. Starfsfólk kom hresst til baka eftir jóla- og áramótafrí í morgun. Þá tóku við fundarhöld, fræðsla og undirbúningur fyrir komandi daga. Við hlökkum til að hitta nemendur mánudaginn 6. janúar, en þá hefst kennsla samkvæmt stundaskrá. Sjáumst. . . . → Lesa..

Ljómandi góður dagur

Í dag var rólegur og skemmtilegur uppbrotsdagur í Glerárskóla. Krakkarnir á yngsta stigi komu með spari nesti og horfðu á bíómyndir en krakkarnir á miðstigi og unglinga stigi spiluðu félagsvist í allan morgun.

Þar þurftu þau að brjóta heilann, spekúlera, telja og reikna til þess að fá sem flesta slagi. Þetta þótti sérlega skemmtilegur morgun . . . → Lesa..

Jólapeysudagur

Á morgun, fimmtudaginn 19. desember, stendur nemendaráð skólans fyrir jólapeysudegi.

Nemendur og starfsfólk er þá hvatt til að koma í jólalegum fatnaði, jólapeysu eða jólasokkum, eða jólahúfu eða bara öllu þessu.

Í tilefni dagsins verður hátíðlegur hádegisverður, hangikjöt með uppstúf, rauðkáli og grænum baunum.

Sjáumst jólaleg á morgun.

. . . → Lesa..

Glæsilegustu hurðarnar

Krakkarnir í skólanum leggja mikinn metnað og vinnu í að skreyta hurðarnar að kennslustofnunum sínum, enda . . . → Lesa..

7. EEM vann

Halldórsmótið, hið árlega sundmót á miðstigs, var haldið í morgun en þar keppa lið nemenda úr . . . → Lesa..

Daglegt líf á aðventu

Lífið er gott í Glerárskóla enda hafa allir nóg fyrir stafni. Í dag voru margir að skreyta stofnurnar sínar og hurðar, því fyrsti jólasveinninn kemur til byggða á morgun. Aðrir voru niðursokknir í margvíslega verkefnavinnu, eins og gengur. Hér má sjá stutt myndband frá deginum.