Skólareglur Glerárskóla eru settar í samræmi við lög og reglugerð um aga í grunnskólum. Skólareglur eru endurskoðaðar reglulega.
Umsjónarkennarar skulu kynna nemendum sínum og forráðamönnum skólareglurnar og viðurlög við þeim.
Í lögunum segir: „Nemendum ber að hlíta fyrirmælum kennara og starfsfólks í öllu því er skólann varðar, fara eftir skólareglum og fylgja almennum umgengnisvenjum í samskiptum við starfsfólk og skólasystkin. Ef hegðun nemanda reynist verulega áfátt, ber kennara hans að leita orsaka þess og reyna að ráða á því bót, m.a. með viðtölum við nemandann sjálfan og forráðamenn hans.“
Í reglugerð um skólareglur í grunnskólum segir m.a.: ,,Hver grunnskóli skal setja sér skólareglur sem skylt er að fara eftir. Skólastjóri, kennarar og aðrir starfsmenn, nemendur og forráðamenn þeirra skulu í sameiningu kosta kapps um að starfsandi og skólabragur í skólanum sé sem bestur og eiga skólareglur að stuðla að því. Forsendur góðs starfsanda eru vellíðan, gagnkvæmt traust, virðing og samábyrgð allra í skólasamfélaginu.“
Skólareglur:
Til að öllum geti liðið vel í skólanum þurfum við að fylgja skólareglum Glerárskóla
Almenn umgengni:
– Við temjum okkur góða hegðun
– Við förum eftir fyrirmælum
– Við göngum vel um skólann og skólalóðina
– Við göngum frá eftir okkur
– Upplýsingaöflun, mynd og hljóðupptökur fara eingöngu fram með leyfi starfsfólks
– Myndbirtingar eru aðeins leyfðar með samþykki/undirskrift foreldra
Námið:
– Við berum ábyrgð á eigin námi
– Við mætum stundvíslega í kennslustundir
– Við sinnum náminu með jákvæðum huga og nýtum tímann vel til náms
– Við virðum vinnufrið í kennslustundum
– Við sinnum heimanámi, skilum tímanlega – virðum skilafrest
Samskipti:
– Við erum góðar fyrirmyndir
– Við komum fram við aðra eins og við viljum að aðrir komi fram við okkur
– Við sýnum virðingu, kurteisi og tillitssemi – og tilkynnum einelti
– Við notum inniröddina alls staðar í skólanum
– Við berum virðingu fyrir þeim sem stunda nám sitt vel
Hollusta og heilbrigði:
– Við komum vel hvíld í skólann
– Við komum með hollt og gott nesti í skólann og sleppum sælgæti, orkudrykkjum, tyggjói og öðru slíku.
– Við förum heim með eigin umbúðir
– Við drögum úr matarsóun með því að skammta okkur hóflega
– Við erum umhverfisvæn og flokkum samviskusamlega
Ábyrgð:
– Við berum ábyrgð á eigin framkomu og hegðun
– Við berum ábyrgð á persónulegum verðmætum sem við komum með í skólann
– Við förum vel með eigur skólans og annarra
– Við fáum leyfi ef við þurfum að yfirgefa skólalóðina
Réttindi og skyldur:
– Við fylgjum skólareglum
– Við hlýtum fyrirmælum kennara og starfsfólks í öllu sem skólann varða
– Við bætum tjón sem við höfum valdið á eigum skólans
– Við neytum ekki vímuefna
Reglur um notkun snjallsíma:
Símafrí er í grunnskólum Akureyrarbæjar, sama á við um símaúr. Um það má lesa hér: Sáttmáli um símafrí í grunnskólum Akureyrarbæjar.
Viðbrögð vegna ófullnægjandi skólasóknar
Reglur Glerárskóla um mætingar í íþróttir og sund
Leyfi vegna íþróttaferða og tómstundaiðkunar
Reglur Glerárskóla um farartæki á hjólum