Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Stundum er lífið fótbolti

Það var aldeilis líf í Boganum í morgun, en þar kepptu nemendur á unglingastigi í fótbolta. Allir grunnskólar Akureyrar tóku þátt í mótinu og sýndu eftirtektarverð tilþrif. Svona keppni er tekin alvarlega með töflufundum og hvaðeina.

Vel heppnuð rýmingaræfing

Það voru allir viðbúnir æfingunni þegar brunabjallan glumdi á slaginu 8:30 í morgun. Nemendur skipuðu sér í raðir inn í skólastofunum, kennarar gættu . . . → Lesa..

Rýmingaræfing á morgun, miðvikudag

Á morgun, miðvikudaginn 23. september n.k. verður rýmingaræfing í Glerárskóla í fyrsta tíma skóladagsins. Nemendur fara inn í stofur þegar þeir mæta í skólann á skóm og með úlpur, þar er tekið manntal og síðan fer brunaboðinn af stað. Þá æfa nemendur þau handtök sem þarf þegar hætta er á ferð og rýma skólann samkvæmt . . . → Lesa..

Gengið í skólann

Það var ánægjuleg að sjá að flestir nemendur Glerárskóla komu gangandi eða hjólandi í skólann í morgun þegar átakið „Gengið í skólann“ hófst. Í síðustu viku var lögð áhersla á hjólreiðar sem var upptaktur og æfing fyrir átakið.

Góð byrjun á deginum

Það var fjör í morgun á fyrsta söngsal Glerárskóla. Þegar bjallan glumdi klukkan 8.15 í morgun gengu nemendur prúðir en frjálslegir í fasi . . . → Lesa..

Frístund fær góða gjöf

Krakkarnir í Frístund hér í Glerárskóla fögnuði í vikunni góðri gjöf, helling af Playmo, Lego og búningum, dóti sem þráði að komast í . . . → Lesa..

Dagur íslenskrar náttúru

Í tilefni dagsins var sitthvað gert í Glerárskóla, bæði úti og í skólastofum. Hluti nemenda safnaði plöntum og greindi, aðrir skrifuðu sögu þar sem við sögu komu hlutir sem nemendurnir söfnuðu úti í náttúrunni.

Á skólalóðinni voru heimsins bestu lummur steiktar við snarpheit kol og blússandi prímus. Þær þóttu ljúffengar með ögn af sykri. Það . . . → Lesa..

Lífið í Hundatjörn

Hvergi er betra að læra um lífríki ferskvatna en með rannsóknum í ferskvatni, það gefur auga leið. Einmitt þess vegna fór sjöundi bekkur Glerárskóla . . . → Lesa..

Ólympíuhlaup ÍSÍ 2020

Nemendur Glerárskóla reimuðu á sig hlaupaskóna í morgun. Reyndar þurfti að hjálpa sumum þeim yngstu með slaufuna, eins og gengur og gerist. En allir komust að ráslínunni og þustu síðan af stað þegar íþróttakennararnir gáfu þeim merki. Nemendur skólans tóku nefnilega þátt í Ólympíuhlaupi ÍSÍ í morgun og hlupu hátt í þriggja kílómetra langan hring.

. . . → Lesa..

Nemendur leigja skápa!

Nú gefst nemendum á unglingastigi í Glerárskóla kostur á að leigja sér geymsluskápa í skólunum undir sitt hafurtask. Skáparnir eru í álmunum tveimur . . . → Lesa..