Í dag var dásemdardagur í Glerárskóla. Margir voru með rauðar skotthúfur, í jólapeysum og jólasokkum. Maturinn var heldur ekki af verri endanum, Bayon skinka með öllu tilheyrandi. Það var uppbrotsdagur þannig að hefðbundin kennsla vék fyrir hátíðleika og skemmtun aðventunnar. Gripið var í spil og í stöku stofu var horft á jólamynd. Þá var gott láta fara vel um sig og gæða sér á nestinu sem í dag var frjálst.
Hér má sjá stutt myndband frá deginum.