Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Slytherin vann!

Vel heppnuðum þemadögum er lokið. Síðustu tvo daga hefur andi Hogwarts skóla svifið yfir Glerárskóla sem umbreyttist í skóla galdra og seyða.

Þetta var í fjórða skipti sem þemadagar, kenndir við Harry Potter, eru haldnir. Hefðbundið skólastarf er hvílt þessa daga en þess í stað glíma nemendur við margvíslegar þrautir og leiki þar sem hugur, hönd og heilbrigði, einkunnarorð skólans eiga vel við.

Nemendum Glerárskóla er skipt niður á heimavistirnar fjórar: Gryffendor, Slytherin, Hufflepuff og Ravenclaw. Gefin eru stig fyrir ástundun, hegðum og framkomu og í þetta skiptið báru krakkarnir í Slytherin sigur úr býtum. Við óskum þeim innilega til hamingju.

Margir nemendur skólans hafa óskað eftir uppskriftinni að smákökunum sem bakaðar voru þessa daga, hana er að finna í hér.