Ytra mat í Glerárskóla var framkvæmt af Hönnu Hjartardóttur og Þóru Björk Jónsdóttur og fór fram á vettvangi dagana 9.-12. október, 2017.
Í ytra mati felst að utanaðkomandi aðili leggur mat á starfsemi viðkomandi skóla með hliðsjón af gildandi lögum, reglugerðum og aðalnámskrám. Er það meðal annars gert með því að skoða fyrirliggjandi gögn um starfsemi skóla, heimsóknir úttektaraðila og viðtöl við nemendur, starfsfólk skóla og foreldra.