Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga 10:00-12:00

Skóladagatal 2017-2018

október 2017
M Þ V F F S S
« Sep    
 1
2345678
9101112131415
16171819202122
23242526272829
3031  

Fótboltamót í Boganum

Miðvikudaginn 11. október fór fram knattspyrnumót hjá unglingadeildum í grunnskólum Akureyrar. Það var haldið í Boganum. Nemendur Glerárskóla, ásamt íþróttakennurum, komu að skipulagningu mótsins og unnu að því . Gekk mjög vel og  stúlkur í 10. bekk Glerárskóla gerðu sér lítið fyrir og unnu mótið í sínum flokki og drengirnir stóðu sig með prýði. Hér má sjá mynd af sigurvegurunum.                                                      WP_20171011_09_44_27_Pro

Heimsókn myndlistamanns

myndmennt
Í dag fengum við heimsókn í myndlistatíma í tilefni Dags myndlistar í októbermánuði. Til okkar kom Jónborg Sigurðardóttir – Jonna. Hún var með nokkur sýnishorn verka sinna, sagði frá þróun myndlistar sinnar frá því hún lauk námi og hugmyndum að baki verkanna. Þetta eru mjög fjölbreytt verk skapandi einstaklings sem lætur engan segja sér hvað má gera heldur framkvæmir sínar hugmyndir óhikað. Jonna hefur öðru fremur vakið athygli á matarsóun og mengun í umhverfinu, ekki síst plastnotkun og falla þessar áherslur vel að viðfangsefnum og nálgun skólans varðandi Grænfánaverkefnið. Nemendur 9. og 10. bekkja fengu að njóta kynningarinnar og fylgdust með af áhuga. Við þökkum Jonnu fyrir mjög áhugaverða kynningu í tilefni Dags myndlistar og forsvarsmönnum þessa framtaks það tækifæri sem felst í að fá að kynnast viðfangsefnum og nálgun starfandi listamanna á svæðinu.

Göngum í Skólann

Glerárskóli hefur undanfarin ár tekið þátt í átakinu Göngum í skólann. Verkefninu er ætlað að hvetja nemendur, foreldra og starfsmenn skóla til að ganga, hjóla, fara á línuskautum eða á annan virkan hátt til og frá skóla. Góð þátttaka var hjá nemendum Glerárskóla og sá bekkur sem var duglegastur að þessu sinni var 6 – . . . → Lesa..

Skólahlaup Glerárkóla

Norræna skólahlaupið fór fram með prompi og pragt miðvikudaginn 27. september í blíðskapar veðri. Allir bekkir skólans hlupu góðan hring og fengu síðan kærkominn ís á eftir. Veitt voru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin. Bestu verðlaunin voru samt að fara hringinn.

20170927_103438 . . . → Lesa..

Glerárskóli í ytra mati

Á hverju ári eru nokkrir grunnskólar (og raunar leik- og framhaldsskólar líka) metnir með ytra mati og þetta árið er það Glerárskóli. Matið felst meðal annars í því að matsaðilar frá Menntamálastofnun munu dvelja hér í skólanum dagana 9.-12. október og fara í vettvangsskoðanir í kennslustundir hjá öllum nemendum. Einnig taka þeir rýniviðtöl við ýmsa . . . → Lesa..

Læsi er lykillinn

lykillinnLæsisstefnan Læsi er lykillinn var formlega kynnt á vegum fræðslusviðs Akureyrarbæjar og Miðstöðvar skólaþróunar HA að viðstöddu fjölmenni fimmtudaginn 7. september síðastliðinn.

Megintilgangur læsisstefnunnar er að efla læsi í víðum skilningi og stuðla að skapandi og gagnrýninni hugsun barna og ungmenna.

Samvinna við kennara . . . → Lesa..

Leikskóladeild í Glerárskóla

Þann 8. ágúst síðastliðinn var opnuð leikskóladeild í Glerárskóla og er hún staðsett á B gangi. Deildin heitir Laut og er rekin af leikskólanum Tröllaborgum. Á deildinni eru 20 börn og 2,7 stöðugildi kennara. Starfið hefur farið vel af stað og er unnið samkvæmt námskrá Tröllaborga og Aðalnámskrá leikskóla. Leikstofan var endurnýjuð fyrir opnun og . . . → Lesa..

Göngum saman

News-head Dagana 6. — 20. september tökum við í Glerárskóla þátt í verkefninu Göngum í skólann. Við hvetjum alla nemendur til að koma gangandi, hjólandi eða bara hlaupandi . . . → Lesa..

Fræðsluráð veitir viðurkenningar til nemenda og starfsfólks Glerárskóla

Miðvikudaginn 23. ágúst fór fram afhending viðurkenninga fræðsluráðs Akureyrarbæjar til nemenda og kennara leik- og grunnskóla bæjarins sem þóttu hafa skarað fram úr eða sýnt góðar framfarir við nám og störf á síðastaskólaári.

Jóhann Ingi Einarsson og Ómar Örn Jónsso hlutu viðurkenningu fyrir metnaðarfulla þátttöku í verkefninu „Útvarp Glerárksóli“ og Tindra . . . → Lesa..

Veðrið leikur við nemendur í skólabyrjun

Kennarar nýta veðrið til útivistar í skólabyrjun. Nemendur í 2. bekk brugðu sér niður í Sílabás til að sækja sér steina sem þeir geta m.a. málað á síðar.silabas