Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Yfir 100 nemendur Glerárskóla með verk á sýningu í Listasafninu

Komandi laugardag, þann 24. febrúar kl. 14:00 opnar samsýning í Listasafninu á Akureyri undir heitinu Sköpun bernskunnar. Þetta er ellefta sýningin sem sett er upp undir þessu nafni. Markmið sýninganna er að örva og gera sýnilegt skapandi starf barna á aldrinum fimm til sextán ára. Rúmlega 100 nemendur af yngsta stigi og miðstigi Glerárskóla eiga verk. Nemendur unnu hringlaga listaverk í myndmennt hjá Elsu, eða mandölur þar sem fræðst var um símynstur, litafræði og hugleiðslu

Þátttakendur í Sköpun bernskunnar hverju sinni eru skólabörn og starfandi myndlistarmenn. Unnin eru verk sem falla að þema sýningarinnar, sem að þessu sinni er hringir. Myndlistarmennirnir sem boðin var þátttaka í ár eru Gunnar Kr. Jónasson og Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir. Skólarnir sem taka þátt að þessu sinni eru leikskólinn Naustatjörn og grunnskólarnir Glerárskóli og Naustaskóli, ásamt Minjasafninu á Akureyri / Leikfangahúsinu.

Verið velkomin á opnun sýningarinnar.