Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Vorpróf á unglingastigi

Nemendur okkar á unglingastigi hafa nýtt hverja lausa stund síðustu daga til þess að fara yfir námsefni vetrarins, því það er komið að prófatíð. Hvert skúmaskot skólans hefur verið nýtt og þar sitja krakkarnir með bækur og tölvur þar sem þeir rifja upp og reyna að muna, því ekkert vantar upp á metnaðinn.
Á morgun, föstudaginn 9. maí, leysa krakkarnir enskupróf. Þau glíma síðan við stærðfræðipróf á mánudaginn og lotunni lýkur á þriðjudaginn með enskuprófi.
Gangi öllum sem best!