Í morgun var líf og fjör í skólanum, jafnt úti sem inni. Margir bekkir byrjuðu á úti vorleikjum og síðan var hin árlega Vorhátið frá 11:30. Mikið um að vera s.s. sýning á verkum nemenda, tombóla, leikir, andlitsmáling, hjólaskoðun o.fl. Sólin tók þátt í hátíðinni með okkur og brosti hringinn.