Foreldrafélag Glerárskóla boðar til vorhátíðar mánudaginn 5. júní frá klukkan 11:30-13:00 í og við skólann. Dagskráin er fjölbreytt og metnaðarfull. Á boðstólum verða:
Hoppukastali
Andlitsmálun
Grillaðar pylsur og ávaxtastangir
Rúnar Eff kemur með gítarinn og tekur nokkur lög
Leikir á sparkvelli og körfuboltavelli
Sýning á verkum nemenda á göngum skólans
Hestar verða á svæðinu og börnum boðið að fara á bak
Lögreglan mætir og skoðar hjól og hjálma
Njótum helgarinnar og mætum kát og glöð í skólann á mánudaginn, full tilhlökkunar.