Vorhátíð Glerárskóla og Foreldrafélags Glerárskóla verður haldin á morgun, föstudaginn 31. maí, kl. 11:30 – 13:00. Í boði verður að taka þátt í alls kyns skemmtun s.s. andlitsmálningu, krítarteikningu, leikjum, hestaferðum og hoppukastala svo eitthvað sé nefnt. Grillaðar verða pylsur og boðið verður upp á ís í eftirrétt.
Foreldrar og forráðamenn nemenda eru hvattir til að koma gangandi eða hjólandi þar sem takmörkuð bílastæði eru við skólann.