Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Vöfflur og viðtöl

Á morgun þriðjudag og á miðvikudag eru viðtalsdagar hér í skólanum. Þá verða nemendur í 10. bekk og forráðamenn þeirra með vöfflukaffi á bókasafni Glerárskóla meðan á viðtölum stendur.

Verðinu er stillt í hóf en einungis þarf að reiða þarf fram 700 krónur fyrir vöfflu með sultu eða súkkulaði og vænni slettu af þeyttum rjóma ásamt rjúkandi kaffi eða svalandi djús. Ágóðinn rennur óskiptur í ferðasjóð bekkjarins.

Fyrir herlegheitin er unnt að greiða með peningum og AUR appinu.