Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Vísindarannsókn

Það er mjög mikilvægt að komast að hlutunum, þannig lærum við! Hafið þið til dæmis velt fyrir ykkur hvað bræðir kaldan klaka? Það erum vera að tala um efni, ekki þetta augljósa, sólarljós og mikill hiti.

Krakkarnir í fyrsta bekk fóru út í morgun og gerðu merkilega efnafræðitilraun. Markmið tilraunarinnar var að komast að því hvort eitthvað af skaðlausum efnum sem þau hafa flest aðgang að, geti flýtt fyrir bráðnun ísmolans. Krakkarnir fengu klaka og byrjuðu á að hylja hann með hveiti. Það bar engan árangur, ekki heldur þegar nýmöluðum og ilmandi nýmölum pipar var bætt við hveitið.

Þá var prófað að setja vel af sykri yfir ísmolann en það hjálpaði ekkert til við að bræða hann en margir komust að því að ljómandi gott var að sleikja sykurhúðaðan klakann.

Það var ekki fyrr en saltið kom til sögunnar að eitthvað fór að gerast og þolinmóðir nemendurnir komust að því að saltið vinnur á klakanum. Af hverju það gerist er önnur spurning og flóknari. Þau komast ef til vill af því í annarri tilraun síðar.