Vinaverðir Glerárskóla skipta afskaplega miklu máli. Þeir skipuleggja leiki í löngufrímínútunum, mánudaga, miðvikudaga og föstudaga. Allir nemendur skólans fá að vera með og vinaverðirnir sjá til þess að enginn verði út undan.
Vinaverðirnir eru úr 4., 5., 6. og 7. bekk og meðfylgjandi mynd var tekin af þeim í morgun þegar þeir skipulögðu vinnu sína næstu fjórar vikurnar, en starf vinavarðanna eykur félagsfærni nemenda og eflir samkennd innan nemendahópsins.