Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Viðurkenningar fyrir myndverk

Fjórir nemendur Glerárskóla fengu á dögunum viðurkenningu fyrir myndverk sín sem þau sendu inn í veggspjaldasamkeppni Lions hreyfingarinnar. Þetta voru þau Ólafur Huxley Kristjánsson 6. bekk. Júlíus Evert Jóhannesson 7. bekk, Silja Huld Sigurðardóttir 6. bekk og Kara Mjöll Sveinsdóttir 8. bekk.

Um er að ræða alþjóðlega keppnin um friðarveggspjöld sem haldin var fyrst árið 1988. Markmiðið keppninnar var að gefa grunnskólanemendum tækifæri til að koma á framfæri á skapandi hátt hugmyndum sínum varðandi heimsfrið og miðla framtíðarsýn sinni til umheimsins. Um það bil 600.000 börn frá 75 löndum taka þátt í keppninni árlega en hún er hún opin grunnskólabörnum á aldrinum 11 – 13 ára.

Þema verkefnisins í ár var „Við erum öll tengd“ og tók dómnefnd tillit til tjáningar og frumleika listamannanna, auk listræns gildis verkanna.