Á föstudaginn fór fram afhending viðurkenninga Fræðslu og lýðheilsusviðs í Hofi.
Fríða Pétursdóttir íslensku- og umsjónarkennari við Glerárskóla fékk viðurkenningu fyrir fagmennsku í starfi og að styðja vel við bakið á yngri kennurum.
Sigrún Dalrós Eiríksdóttir og Sigrún Karen Yeo báðar nemendur í 10. bekk í Gleráskóla fengu viðurkenningar m.a. fyrir jákvæðni og dugnað í leik og námi.
Við erum stolt af þessum fulltrúum okkar og óskum þeim innilega til hamingju.