Fræðslu- og lýðheilsuráð Akureyrarbæjar boðaði til samverustundar í Brekkuskóla gær þar sem nemendum og starfsfólki leik-, grunn- og tónlistarskóla Akureyrarbæjar voru veittar viðurkenningar fyrir framúrskarandi skólastarf, skólaárið 2022-2023. Úr Glerárskóla hlutu þau Helga Halldórsdóttir deildarstjóri, Salbjörg J.Thorarensen skólaliði, og nemendurnir Birkir Orri Jónsson og Ísold Vera Viðarsdóttir viðurkenningar fræðslu og lýðheilsuráðs. Þau eru svo sannarlega vel að þessu komin og óskum við þeim til hamingju.