Sóley Dögg Rúnarsdóttir nemandi í 8. bekk Glerárskóla hlaut í dag (þriðjudaginn 26. maí) viðurkenningu Skólanefndar Akureyrar fyrir jákvæðni, dugnað, sjálfstæði og að vera góð fyrirmynd. Við óskum Sóleyju Dögg innilega til hamingju og erum stolt af því að eiga svona frábæran nemanda í skólanum okkar.