Dagana 19. og 20. september voru viðburðardagar hjá 9. bekk. Þá voru krakkarnir að vinna í samstarfi við grunnskólakrakka í Fuglafirði í Færeyjum. Krakkarnir hittust á netinu, töluðu saman og kynntu hvert fyrir öðru land og þjóð á fjölbreyttan hátt. Krakkarnir munu vinna áfram saman í verkefninu í vetur.