Óhætt er að segja að nemendur og starfsfólk Glerárskóla taki virkan þátt í átakinu „Göngum í skólann.“ Þátttaka nemenda jaðrar við 100% en starfsfólkið er ekki alveg jafn duglegt að ganga eða hjóla í skólann.
Endurskinsmerkin eru áberandi meðal nemenda og þekking þeirra á umferðarreglunum er ansi góð. Öll velja þau öruggustu leiðina í skólann og í upphafi átaksins voru fulltrúar foreldrafélagsins við gangbrautarvörslu, ekki síst til að minna ökumenn á að fara ávallt varlega í grennd við skólann.
Í Glerárskóla er rík hefð fyrir því að ganga í skólann og hjóla meðan viðrar til þess. Það er helst í verstu vetrarveðrum sem nemendur þiggja far í skólann.