Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Verum ástfangin af lífinu

Nemendur í 10. bekk tóku vel á móti Þorgrími Þráinssyni í morgun og lögðu sannarlega við hlustir því hann var kominn til að ræða við þau um markmiðasetningar, árangur og lífið sjálft. Þetta var fyrirlesturinn „Verum ástafangin af lífinu“ sem Þorgrímur flytur fyrir 10. bekkinga í öllum grunnskólum landsins.

Fyrirlestur Þorgríms er hvatning til nemenda um að láta drauma sína rætast með því að bera ábyrgð á eigin lífi, setja sér markmið, hafa trú á sjálfum sér til að ná markmiðunum og skipuleggja sig í samræmi við það.

Þorgrímur fjallaði einnig um mikilvægi þess að halda góðu jafnvægi milli einkalífs, atvinnu og tómstunda til þess að þroskast fallega og lifa björtu lífi. Þá hvatti hann nemendur til að sýna samkennd, bera virðingu fyrir öllum og hafa hugrekki til að fylgja hjartanu, því við erum öll einstök og eigum að njóta þess.