Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Verðlaunaveisla og Pálínuboð

Það braust út mikil gleði meðal nemenda fimmta bekkjar í morgun þegar þau fengu afhenta viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur í lestrarátakinu okkar um daginn. Í nestistímanum fengu þau glæsilega köku og kókómjólk með. Þetta þótti frábær og sérlega ljúffengur vinningur.

Í morgun var einnig mikil gleði hjá sjötta bekk. Krakkarnir voru með Pálínuboð og buðu sínum nánustu í veislu mörgum stórskemmtilegum atriðum. Uppákoman heppnaðist mjög vel og var afar vel sótt.

Já, lífið er skemmtilegt í Glerárskóla.