Það braust út mikil gleði meðal nemenda fimmta bekkjar í morgun þegar þau fengu afhenta viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur í lestrarátakinu okkar um daginn. Í nestistímanum fengu þau glæsilega köku og kókómjólk með. Þetta þótti frábær og sérlega ljúffengur vinningur.
Í morgun var einnig mikil gleði hjá sjötta bekk. Krakkarnir voru með Pálínuboð og buðu sínum nánustu í veislu mörgum stórskemmtilegum atriðum. Uppákoman heppnaðist mjög vel og var afar vel sótt.