Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Verðlaunaafhending í beinni útsendingu

Í dag fór fram verlaunaafhending í Glerárskóla. Verðlaun voru veitt þeim nemendum sem þóttu eiga bestu verkinn í ljóðasamkeppni og myndlistarkeppni sem nemendur tóku þátt í. Við sama tækifæri voru íþróttastúlka og íþróttapiltur heiðraður.

Verðlaunaafhendingin átti að fara fram í tengslum við árshátíð skólans en henni var frestað þegar ný sóttvarnalög tóku gildi. Verðlaunaafhendingin í morgun var með óvenjulegu sniði. Hún fór fram í matsal skólans að viðstöddum nemendum úr öðrum bekk sem sungu við athöfnina. Athöfnin sjálf var mynduð og send út beint í kennslustofur skólans þar sem nemendur fylgdust spenntir með þegar verðlaunahafar voru kallaðir fram.

Útsendingin tókst vel og skapaðist góð stemning í kennslustofunum þar sem nemendur fögnuðu verðlaunahöfum og sungu með, bæði þegar annar bekkur tók lagið og síðan þegar Glerárskólasöngurinn var spilaður í lok athafnarinnar.

Eftirtaldir nemendur hlutu viðurkenningar í dag:

Ljóðskáld Glerárskóla 2020 til 2021

  1. Regnbogi – Sara Millý Heiðarsdóttir 4. bekk
  2. Holan – Sigrún Karen Yeo 9KJ
  3. Vinkona mín – Helga Maren Helgadóttir 4. bekk

Myndlistamaður Glerárskóla 2020 til 2021

  1. Sigrún Karen Yeo 9KJ
  2. Sigrún Dalrós Eiríksdóttir 9KJ
  3. Anna Irena Magnúsdóttir 4. bekk

Íþróttamaður Glerárskóla 2020 til 2021

Stúlkur:

  1. Sonja Björg Sigurðardóttir 9SLB
  2. Fjóla Katrín Davíðsdóttir 10SV
  3. Angela Mary Helgadóttir 9SLB

Piltar:

  1. Guðmundur Páll Björnsson 10SV
  2. Arnar Helgi Kristjánsson 10SV
  3. Guðmundur Alfreð Aðalsteinsson 9KJ