Það gekk vel að tæma skólann þegar brunabjallan hringdi á slaginu 8.30 í morgun. Þá hófst rýmingaræfing sem gekk ljómandi vel.
Að þessu sinni fóru nemendur í 3. og 6. bekk út um neyðarop á stofunum sínum og mynduðu raðir fyrir utan. Aðrir bekkir skólans gengu í röð út úr stofunum sínum inn í íþróttahús þar sem allir nemendur og starfsmenn komu saman. Kennararnir fóru fyrir sínum bekk og héldu grænu spjaldi á lofti sem merki um að allir nemendur viðkomandi bekkjar sem mætt höfðu í skólann væru komnir „heilir á húfi“ í íþróttahúsið.
Skólaliðar aðgættu hvort nokkrir nemendur leyndust á göngum skólans eða salernum og skólaritari hafði samband við forráðamenn nemenda sem ekki voru mættir en höfðu ekki boðað forföll.
Allt þetta gekk hratt og örugglega fyrir sig, vel innan þeirra tímamarka sem miðað er við.