Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til miðvikudags, frá 07:45 til 14:30 á fimmtudögum og á föstudögum til klukkan 14:00.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00..

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Vel heppnuð rýmingaræfing

Það voru allir viðbúnir æfingunni þegar brunabjallan glumdi á slaginu 8:30 í morgun. Nemendur skipuðu sér í raðir inn í skólastofunum, kennarar gættu að því hvort hurðir væru heitar og meðfram þeim kæmi reykur. Þegar allt reyndist í lagi gengu allir út í röð og stilltu sér upp á fyrir fram ákveðnu svæði, eins og kveðið er á um í rýmingaráætlun skólans.
Í nokkrum skólastofum voru neyðarop opnuð og nemendur „forðuðu“ sér út um glugga og gegnu síðan á safnsvæðið. Skólaliðar könnuðu hvort nemendur leyndust á salernum eða göngum skólans.
 
Fremst í röðunum á safnsvæðinu stóðu kennarar með grænt spjald á lofti sem merkti að allir nemendur bekkjarins væru komnir út „heilu og höldnu“.
 
Nemendur stóðu sig vel í morgun og tóku æfingunni af alvöru. Allt gekk vel og styttri tíma tók að rýma skólann en í mörgum fyrri æfingum.