Útskriftarferð krakkanna í 10. bekk gekk afar vel, allir skemmtu sér konunglega og tóku virkan þátt í öllu sem í boði var. Það var farið í rafting, á kajak, í paintball og blöðrubolta svo eitthvað sé nefnt. Á kvöldin var slakað á í heitum pottum, spilað og leikið sér.
Kennararnir segja að krakkarnir hafi verið til fyrirmyndar allan tímann.