Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Vel heppnuð árshátíð

Árshátíð Glerárskóla gekk afskaplega vel. Nemendur voru til fyrirmyndar á öllum sviðum enda lögðust allir á eitt við að gera dagana sem eftirminnilegasta.

Árshátíðarsýning nemenda þótti með afbrigðum góð og böllin voru hin mesta skemmtun. Hápunktur dansgleðinnar var þegar Frikki Dór birtist og hélt uppi stuðinu í dágóða stund.

Stjörnur kvöldsins voru krakkarnir í 10. bekk sem áttu sína eigin árshátíð með margréttuðum hátíðarkvöldverði sem eldaður var í matreiðslustofu skólans.

Hér má sjá myndband sem sýnir nemendur og starfsfólk skólans breyta skólanum og íþróttahúsinu í glæsilega árshátíðarhöll.

Nú eru nemendur komnir í páskafrí. Kennsla hefst að nýju þriðjudaginn 19. apríl.