Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Vel heppnaður útivistardagur

Í dag var útivistardagur nemenda og starfsfólks Glerárskóla og allir skemmtu sér vel í góða veðrinu. Reyndar varð okkur ekki um sel þegar við mættum í skólann klukkan átta í morgun, því þoka lá yfir bænum en sólin var fljót að stugga við henni og þegar fyrstu nemendurnir héldu af stað um klukkan hálf níu var komið hið besta veður.

Dagskráin var fjölbreytt. Fyrsti bekkur var í grenndarkynningu og fór síðan á leikvöll í nágrenninu. Annar bekkur lék sér í Lystigarðinum, þriðji bekkur fór í ratleik í Krossanesborgum en ratleikur fjórða bekkjar var í Naustaborgum. Nemendur á miðstigi gengu um Krossanesborgir og unglingastigið gekk upp að Hraunsvatni þar sem meðal annars var kastað fyrir bleikju.

Hér má sjá myndir frá deginum.