Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Vel heppnaður útivistardagur

Það má sannarlega segja að veðrið hafi leikið við nemendur og starfsfólk Glerárskóla í dag. Það var víða farið á útivistardeginum okkar og við þökkum fyrir vindinn sem geði það bærilegt fyrir okkur að vera við leiki og störf úti í yfir 20 stiga hita.

Allor skemmtu sér konunglega, hvar svo sem þeir voru. Miðstigið gekk í Krossanesborgir ásamt nemendum í þriðja bekk þar sem gengið var um, fræðst um náttúruna.

Nemendur á unglingastigi voru við margvíslega leiki í Kjarnaskógi og yngstu nemendur skólans voru ýmist að kanna næsta nágrenni skólans, skoða Lystigarðinn eða spreyta sig á ratleik í Naustaborgum.

Já, þetta var skemmtilegur dagur!

Fleiri myndir má sjá á Facebook síðu skólans.